Klórar sér bara í skegginu

Punktar

Hækkun í hafi er ógæfa Íslands. Hluti þjóðartekna fluttur úr landi og kemur ekki fram í skýrslum. Sjávarafurðir seldar lágu verði framhjá markaði og hækka síðan erlendis í verði milli fyrirtækja kvótagreifanna. Mismunurinn fer skattfrír til Panama. Sama er að segja um innfluttar vörur. Fyrst hækka þær í verði milli fyrirtækja íslenzkra auðgreifa erlendis og mismunurinn fer skattfrír til Panama. Varan og þjónustan er flutt inn á háu verði. Ekki aðeins skattsvik, heldur er féð tekið úr umferð hér og falið erlendis. Síðan er rifizt við Alþýðusambandið um Salek og aðrar launaheftingar án þess að taka földu peningana inn í myndina. Gylfi verkalýðsstjóri klórar sér bara í skegginu.