Þjóðin vill fyrningu kvótans á sómasamlegu árabili. Ríkisstjórnin samdi um fyrningu kvótans. Fyrning er einföld. Tekin er ákveðin prósenta kvótans á hverju ári og boðin upp. Eins og makrílkvóti er boðinn upp í Færeyjum. Því miður lenti málið í höndum Jóns Bjarnasonar hagsmunaráðherra. Hann klúðraði því. Kallaði til nefnd hagsmunaaðila til að þrasa út í eitt. Samdi svo flókið frumvarp, að hann skilur það ekki sjálfur. Allir eru andvígir þessu frumvarpi, hvort sem þeir styðja sérhagsmuni eða almannahagsmuni. Bezt er að draga þetta frumvarp til baka og leggja fram annað um 10% fyrningu á ári.