Frá hestagerðinu við Kaldbak sé ég upp í heiðina, þar sem er eyðibýlið Kluftir. Þar er hvorki hús né vegur, en verður kannski skógur með tímanum. Þar fæddist kýrin Huppa fyrir hundrað árum og varð fræg fyrir mesta nyt í landinu. Bændur og búfélög kepptust um að eignast kvígur undan henni. Smám saman varð hún formóðir allra kúa. Ekki hefur það dugað kúabændum, því að þeir keppast um að reyna að flytja inn útlendar á borð við Galloway á sínum tíma. Nú er talað um norskar eða danskar kýr. Um leið gleymist, að gamla og góða kynið frá Huppu er bragðbesta nautakjöt landsins. Hvað um minnisvarða á Kluftum, Guðni?