Skálkurinn Karl Wernersson spyr í Mogganum í dag, hvort menn trúi virkilega, að eigendur reyni skipulega að knésetja fyrirtæki sín. Því er fljótsvarað. Ef maðurinn er Karl Wernersson, trúum við því. Meðferð hans á bótasjóði Sjóvá sýnir, að hann er fær um að knésetja fyrirtæki sín. Líklega fer þar saman heimska og græðgi. Ekkert í grein hans hróflar við því almmannaáliti, að hann sé einn af helztu skálkum græðgisvæðingarinnar. Við þurfum ekki annað en að vísa á meðferð hans á Sjóvá. Svo er það til marks um heimsku að telja sig færan um að verja þann málstað á opinberum vettvangi Moggans.