Laxness um Íslendinga: „Stunda orðhengilshátt og deila um titlingaskít, sem ekki kemur málinu við; en verði skelfingu lostnir og setji hljóða, hvenær sem komið er að kjarna máls.“ „Við íslendingar mundum vera með afbrigðum sjálfhælin þjóð og sjúklegir skrumarar“ „Jafnvel rugl galinna manna er blásið út hér heimafyrir með barnalegri frekju sem sönnun þess að vér hljótum að skara frammúr öðru fólki og séum snjöllum snjallari … en er aðeins ytraborðið á innri sannfæríngu manns um að hann sé aumíngi.“ „Ævinlega voru Íslendíngar reiðubúnir að kyssa þann vöndinn er sárast beit og trúa því að kaldrifjaðasti böðullinn væri sönnust hjálp þeirra og öruggast skjól.“