Ársskýrslur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eru enskar þýðingar á oflofi íslenzkra almannatengla. Þær endurspegla skoðun ríkisstjórnar hvers tíma. Nú er skýrslan um Ísland bland af knúsi og viðvörunum. Öllum má ljóst vera, að hér er góðæri vegna sprengingar í ferðaþjónustu og hærra gengis krónunnar. En AGS segir líka: Svigrúm í fjármálum hins opinbera gæti nýst í innviðum, í heilsumálum og menntamálum. Þetta þýðir, að ríkið geti fjármagnað viðreisn velferðar í heilsu og menntun. Ríkið lækkaði gjöld á ofurríka. Með að hætta því rugli og rukka líka fyrir afnot af auðlindum, getur ríkið fjármagnað betri velferð. Eins og AGS og þjóðin vilja.