Bandaríkjastjórn hefur lengi reynt að ófrægja Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem helmingur repúblikana telur vera sjálfan Antí-Krist heimsins. Bandarískir áhrifamenn tóku Annan 5. desember á eintal í húsi Richard Holbrooke, fyrrum sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, og sögðu honum, að hann yrði að endurvinna traust ríkisstjórnar USA, því að öðrum kosti væru SÞ fallin stofnun. Ólíklegt er, að önnur ríki taki undir þetta, þótt margt hafi illa farið á valdatíma Annan, einkum vegna ráðríkra embættismanna, sem hann hefur verndað.