Kofi Annan segi af sér

Punktar

Rannsókn hefur sýnt, að Sameinuðu þjóðirnar könnuðu ekki af fullri einurð spillingu, sem fólst í, að sonur forstjórans, Kojo Annan, starfaði fyrir fyrirtækið Cotecna, sem stofnunin valdi til að taka að sér verkefni í samningi um olíu fyrir matvæli handa Írak. Ekki hefur komið í ljós nein aðild Kofi Annan forstjóra að málinu. Þó er ljóst, að hann tók ekki nógu alvarlega tengsli sonar síns við Cotecna. Vandinn felst í agaskorti hjá samtökunum, sem hefur lýst sér á fleiri sviðum, svo sem í grófu framferði friðargæzluliða. Því er rétt, að Kofi segi af sér til að hreinsa orðstír samtakanna.