Koizumi villist

Punktar

Koizumi forsætisráðherra í Japan hefur enn einu sinni heimsótt helgidóm stíðsæsinga, Jasukuni. Þetta er í sjötta sinn, sem hann heimsækir musterið, sem er samkomustaður manna, er sjá ekkert rangt í framgöngu Japans í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir telja hana ekki hafa verið árásarstríð, gegn orðum nánast allra sagnfræðinga. Í helgidómnum er sérstakt safn helgað fegrun stríðsrekstrar Japana. Með návist sinni hefur Koizumi stutt endurritun mannkynssögunnar að þessu leyti. Og gert Japönum ókleift að taka sæti meðal lýðræðisþjóða heims á sama hátt og Þjóðverjar hafa gert af reisn.