Kókaín og kristall

Punktar

Kókaín og kristall meth eru talin hættulegri fíkniefni en áfengi, en önnur efni minna hættuleg, svo sem hass og maríúana. Áfengi hefur sums staðar verið bannað um skeið, en með litlum árangri og miklum vexti glæpasamtaka á borð við mafíuna. Mér finnst reynslan sýna, að bann fíkniefna sé gagnslaus forsjárhyggja. Betra sé að hafa fíkniefni á opinberum boðstólum, svo sem í áfengisbúðum. Þar með fáist eftirlit með innihaldi efnanna og tekjurnar renni til sameiginlega þarfa, fremur en til glæpasamtaka. Raunar finnst mér líka, að leyfa eigi vændi, en það er annað og flóknara dæmi. Bezt að fylgja fordæmi Þýzkalands, sem hefur stjórn á vændinu.