Kokkur hafnar stjörnum

Punktar

Fyrstu kynni mín af meistaraverkum franskra kokka voru hjá Alain Senderens, einum af þremur stóru kokkunum í París, fyrst á Archestrate og síðan á Lucas Carton. Meistarinn hefur beðið um að vera tekinn út úr Michelin-handbókinni, þar sem hann hefur í þrjá áratugi haft fullt hús stiga, þrjár stjörnur. Michelin neitar hins vegar að taka hann út úr leiðsögubókum. Senderens ætlar að loka Lucas Carton í sumar og opna aftur í haust með þrisvar sinnum ódýrari matseðli og hvarfi til náttúrulegri matreiðslu. Í stað 19.000 króna á mann á maturinn að kosta 6.000 krónur.