Hægri borgarstjórnin er orðin verri en vinstri borgarstjórnin var. Nú á að loka borgarmarkaðinum Kolaportinu, helzta aðdráttarfli Reykjavíkur. Ekki í hálfa aðra viku, heldur í hálft annað ár. Ég hef ekki séð frétt um, að neitt eigi að koma í staðinn í eitt og hálft ár. Bara er talað um, að plássið verði minna og lélegra, þegar það verður opnað að nýju. “Gamli, góði Villi” hefur ruglazt í volga bjórnum. Hann ætlar að drepa helzta sameiningartákn borgaranna. Vondur var Reykjavíkurlistinn, en hann hefði samt aldrei lokað Kolaportinu. Þetta er ný firring í fílabeinsturninum.