Frá hestarétt ofan við Kaldármela að Syðri-Rauðamelskúlu.
Kolbeinsstaðafjall heitir eftir landnámsmanninum Kolbeini klakkhöfða, sem bjó á Kolbeinsstöðum. Syðri-Rauðamelskúla er reglufastur gjallgígur. Vestan við kúluna er mór með koluðum við frá því er hraun rann frá henni fyrir 2600 árum.
Byrjum við réttina milli Kolbeinsstaðafjalls og Fagraskógarfjalls í Hnappadal. Við förum norður að Kolbeinsstaðafjalli og norður með fjallinu að Mýrdal, þar sem við komum út að þjóðvegi 55 um Heydal. Fylgjum veginum stuttan spöl og beygjum síðan til vesturs fyrir sunnan Rauðháls. Förum um hálsinn vestanverðan og síðan norður og vestur að Syðri-Rauðamelskúlu.
13,5 km
Snæfellsnes-Dalir
Nálægir ferlar: Múlavegur, Fagraskógarfjall, Heydalur.
Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Jónas Kristjánsson