Kolbilaður Kalígúla

Punktar

John Hooper segir í Guardian, að nýjar fornleifarannsóknir í Róm staðfesti frásögn sagnaritarans Svetoníusar af framkvæmdum keisarans Kalígúla, sem taldi sig vera guð. Komið hefur í ljós, að hann byggði höll sína utan um musteri Castor og Pollux eins og Svetoníus sagði, til að geta búið með hinum guðunum. Þetta er talið benda til, að Svetoníus hafi rétt fyrir sér í fleiri atriðum, svo sem að Kalígúla hafi verið snarbilaður, en ekki bara gamansamur sérvitringur, sem vildi gera hestinn Incitatus að ráðherra.