Köld vaxtagusa í dag

Punktar

Köld vaxtagusa felst í, að vextir hækka daginn eftir að tilkynnt er um aðgerðir í frægu afnámsmáli hafta. Kannski stafar það af, að engar slíkar aðgerðir voru boðaðar á fundi Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar. Þvert á móti voru boðuð aukin höft. Í framhjáhlaupi var sagt að ótilgreindar aðgerðir gætu hafizt á næsta ári, það er allt og sumt. Líklegt er, að þarna komi við sögu hin mjög svo heittelskaða, en blýþunga, króna, sem hangir um þjóðarhálsinn. Enn er þó fullyrt, að unnt verði að afnema höftin, þótt krónan hangi enn um ókomna tíð. Samt er líklegt, að lífskjör versni áfram, er Seðlabankinn hækkar stýrivexti.