Kollabúðaheiði

Frá Kollabúðum í Þorskafirði að Stað í Steingrímsfirði.

Á Kollabúðum voru haldnir Kollabúðafundir á 19. öld og þar hafa Þorskafjarðarþing líklega verið háð að fornu. Þjóðverjar höfðu hér verzlun í lok 16. aldar.

Förum frá Kollabúðum upp þjóðveg 608 um Þorskafjarðarheiði um Suðurbrún og vestan Spónalægða. Síðan norðaustur af þjóðveginum, austan Miðheiðarvatns, áfram norðnorðaustur heiðina. Niður Kirkjubólsfjall að vegi 61 milli Kirkjubóls og Staðar í Steingrímsfirði. Þaðan er leið um Steingrímsfjarðarheiði til Ísafjarðardjúps.

19,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Steingrímsfjarðarheiði, Svelgur, Þorskafjarðarheiði, Staðarfjall, Vaðalfjallaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort