Kolröng auðlindarenta

Punktar

Skipting Samherja í innlent og erlent félag er aðferð til að komast hjá því að greiða þjóðinni arð af auðlindinni. Þannig verða kvótagreifar alltaf einu skrefi á undan tilraunum stjórnvalda til að skattleggja auðlindina. Þetta er gott dæmi um kolranga aðferð ríkisstjórnarinnar. Mun einfaldara er að bjóða út kvótann og sjá af tilboðunum, hvað menn vilja borga. Markaðurinn er eina leiðin til að finna sanngjarna auðlindarentu. Ríkið á skilyrðislaust að innkalla allan kvóta og bjóða hann út til hæstbjóðandi. Síðan getur ríkið sett skilyrði um dreifingu á löndun á staði, sem fara halloka í útgerðinni.