Annað hvert barn er innan við kortér að smíða heimasíðu, þar sem fólk slær inn kennitölu sína. Það er einföld aðgerð á internetinu og ekki tilefni til blómagjafa. Til þess þarf ekki sérfræðinganefnd og verkefnisstjóra. Menn gera þetta til dæmis, er þeir setja af stað áskoranir með og móti hinu og þessu. Kostar raunar ekki krónu. Forsætis er bara að reyna að vekja athygli á sér, þegar hann færir ríkisskattstjóra blóm af þessu tilefni. Reiknivélin fræga er hins vegar ekki til, hvað þá tékki í pósti. Kennitölusíðan er hókus-pókus. Ekki má rugga lekabyttunni fyrir kosningar. Eftir þær koma tímar – koma ráð.