Komast upp með þvætting

Punktar

Svonefndir málefnaumræðuþættir sjónvarps vegna kosninganna eru gott dæmi um uppgjöf fjölmiðla gagnvart þvættingi stjórnmálaflokka. Þeir eiga auðvitað að dæmast eftir gerðum sínum fremur en orðum, sem eru afar ódýr. Eins og aðrir hagsmunaaðilar fá flokkarnir að lýsa sér með fögrum orðum, sem eiga ekkert skylt við veruleikann. Framsókn lofar þjóðareign auðlinda eftir kosningar, en berst samt hart á þingi gegn þjóðareign auðlinda. Þegar stjórnmálaflokkar slá fram bulli um stefnu sína, eiga blaðamenn að geta spurt þá, hverju sæti, að orð og gerðir fari ekki saman. Enginn á að komast upp með tóman þvætting.