Búsáhaldabylting hvað? Klóraði mér í fávísum hausnum, þegar fréttir bárust af slysum í uppþoti unglinga í og við Smáralind. Hafði ekki hugmynd um Vine og Jerome Jarre. Má þó teljast eins konar sagnfræðingur fjölmiðlunar. Létti síðan, þegar dr. Gunni sagðist á vefnum líka hafa komið af fjöllum. Sjálfur sagnfræðingur poppsins segir pass. Sumir voru farnir að halda, að með fésbók væri gamla heimsþorpið komið aftan úr grárri forneskju. En svo er aldeilis ekki. Þegar allir ruddust á fésbókina, flúðu börn og unglingar þaðan með sín sérmál á sérhæfða vefi. Heimsþorpið er ekki til, leyniklíkurnar blómstra.