Kominn á Tíðarandann

Punktar

Loks er ég með RSS á blogginu mínu. Það gerir notendum kleift að beita fréttasafnara til að pikka upp mitt blogg með bloggi frá öðrum. Þykir sjálfsagt nú til dags. Það kemur mér líka inn á tidarandinn.is, þar sem safnað er ýmsu góðu bloggi, einkum pólitísku. Ég nota sjálfur bloggsafn Tíðarandans. Það er að því leyti betra en heimatilbúið safn, að það sér oft nýtt blogg, sem ég hafði ekki tekið eftir. En ég á enn eftir að bæta við plássi fyrir viðbrögð notenda. Ég hef efasemdir um nafnleysi og skítkast. Ég les ALDREI athugasemdir við blogg annarra. Er því enn að hugsa málið.