Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir forréttindum, ekki samkeppni. Borinn lengi upp af silfurskeiðungum úr benzínbransanum. Nú borinn uppi af kvótagreifum, sem njóta forgangs að auðlindum þjóðarinnar. Borga tap Moggans og framboð þingmanna Sjálfstæðis og Framsóknar. Markaðshyggjan felst í einkavinavæðingu í þágu silfurskeiðunga og skorti á eftirliti með græðgi spilltra bankstera. Flokkurinn er sumpart af ætt sovézka kommúnistaflokksins og rússneska Pútín-flokksins. Einnig er hann flokkur auðræðis að hætti bandarískra demókrata og repúblikana. Sem kostaðir eru af helztu forréttindagreifum atvinnulífsins.