Kona sigraði klerka

Punktar

Íranski mannréttindalögfræðingurinn Shirin Ebadi fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín í þágu kvenna og barna í Íran. Mikil óánægja er með niðurstöðuna meðal íslamskra harðlínuklerka, sem mestu ráða í Íran, og meðal harðlínuklerka við hirð hins afturhaldssama páfa, Jóhannesar Páls, sem höfðu vonað, að hann fengi verðlaunin á banabeði sínu. Verðlaunin má því túlka sem sigur kvenna og barna gegn afturhaldssömum klerkum af ýmsum trúarbrögðum.