Kóngafiðrildið stýrir vel

Punktar

Ég hefði ekki komizt heila 15 kílómetra í fyrradag, ef hestur hefði ekki verið svo vinsamlegur að bera mig. Þess vegna er mér gersamlega óskiljanlegt, að appelsínugula og svarta kóngafiðrildið í Norður-Ameríku skuli geta flogið 3200 kílómetra milli Mexikó og Kanada á um það bil hálfum þriðja mánuði. Það þykir vísindamönnum ekkert merkilegt. Þeim finnst hins vegar merkilegt, að fiðrildið notar innri klukku og sólina til að rata alla þessa vegalengd. Þessi þekking er í genum fiðrildisins, því að hvert fiðrildi flýgur leiðina aðeins einu sinni. Til að lenda á sama stað í Mexikó flýgur fiðrildi í Georgíu 270 gráður vestur, en fiðrildi í Texas flýgur 220 gráður suðvestur. Í >Washington Post og víðar er sagt frá grein í tímaritinu Science um þetta efni.