Kóngar í ríki sínu

Veitingar

Guðjón Arnar Kristinsson sat á Sægreifanum við mitt átta manna borð hlaðið sviðum og siginni grásleppu, bútungi og ýmsu súrmeti. Aðra eins auglýsingu getur Sægreifinn ekki fengið sem staður matgæðinga. Eins og útlendingarnir störðum við Kristín í aðdáun. En fengum humarsúpu Kjartans greifa og sitt hvort spjótið, annað með stórum rækjum og hitt með risastórum hörpufiski. Súpan var án hveitis og þess vegna fín. Spjótin voru fersk, en ekki krydduð að gagni. Þetta er ódýrt, 800 kall súpan og 1200 kall spjótið. Ég reyndi að verja Hafró, en Addi Kidda Gau sló það kalt með nokkrum vel völdum orðum.