Frá Kollsvík vestan við Kóngshæð suður í Brúðgumaskarð.
Leiðin kallast líka Kollsvíkurfjall.Í Kollsvík var ágætt útræði og voru þar 25 bátar um aldamótin 1900.
Förum frá Kollsvík suðsuðaustur á Stórafell, um Dalbrekkur vestan Kóngshæðar. Síðan suðsuðaustur á Breiðavíkurheiði, vestan við Kjöl í Brúðgumaskarð. Sú leið er milli Breiðuvíkur og Keflavíkur og einnig austur í Sauðlauksdal.
9,9 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Hænuvíkurháls, Breiðavíkurháls, Tunguheiði, Hafnarfjall, Brúðgumaskarð, Svarthamragil.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort