Kóngsvegur er vont fordæmi

Hestar

Reynsla aldanna hefur sætt hagsmuni landeigenda og ferðamanna. Í fornum lögum eru um samskiptin nákvæm ákvæði. Voru staðfest í náttúruverndarlögum frá 1999. Heimila fólki ferð um einkalönd og staðfesta gildi gamalla göngu- og reiðleiða. Oftast er farið eftir þessu. Kóngsvegurinn var þó þvergirtur. Seðlabankinn reyndi að loka Holtsdal og eigendur að loka Þjórsárbökkum. Hvorugt tókst. Á ferðum um Þingeyjarsýslur í tvö sumur hef ég séð fjögur dæmi. Það firrtasta er um sumarhúsamenn í landi Vaðs. Settu upp skilti, er bannar reið á gamalli reiðleið, sem staðfest er á nýjum útivistarkortum.