Kóngur í ríki sínu

Hestar

Íslendingum er heimilt að ferðast um eignarlönd. Það gildir frá Járnsíðu á miðöldum til náttúruverndarlaga frá 1999. Réttur ferðamanna er settur ofar rétti landeigenda. Hefðbundnar leiðir eru skráðar á herforingjaráðskortum frá upphafi 20. aldar. Sumir vilja ekki vita af þessu, girða af gamlar leiðir og grafa skurði gegnum þær. Þeir eru kóngar í ríki sínu. Á ferðum hestamanna þarf stundum að ræða við fólk, sem tekur engum rökum. Við reynum að beita lagi og semja. Það tókst ekki núna, konan hefði fengið slag og fælt hrossin. Hugsun hennar var bandarísk. Við völdum heldur krókinn.