Könnun Fréttablaðsins um vilja fólks um næsta forseta var hefðbundin könnun, þar sem reynt var að líkja eftir samfélaginu. Þannig eru marktækar kannanir og alls ekki öðruvísi. Atkvæðagreiðsla meðal notenda útvarps Sögu er engin tilraun til nálgunar samfélagsins í heild. Er bara spurning í sjálfvöldum hópi, eins og spurning í litlum stjórnmálaflokki, til dæmis Framsókn. Því er ekki ástæða til að örvænta, þótt svörin hjá Sögu sýni mikið fylgi við Ólaf Ragnar Grímsson. Hann er forsetaefni fólksins, sem notar útvarp Sögu. Það er ekki stærri hópur en stuðningsmenn flokks Pírata, er mundi gefa allt aðra útkomu. Sem betur fer