Konur eru að taka yfir menninguna á vesturlöndum samkvæmt nýrri tölfræði beggja vegna Atlantshafsins. Bóklestur þeirra vex, en karla minnkar. Tveir þriðju af lesendum skáldrita eru konur. Einkum er áberandi, að konur eru hrifnari af hámenningu, en karlar halda sig við rokk, djass og rapp, meðan þær eru í klassík. Fleiri konur en karlar koma í leikhús og á listsýningar. Upp á síðkastið eru konur orðnar fleiri en karlar í sumum háskólum. Enn eru karlar forstjórar menningarstofnana, en deildarstjórastöður eru almennt orðnar skipaðar konum.