Kóralrif dauðadæmd

Punktar

Í tímaritinu Science birtist grein eftir John Pandolfi við Smithsonian-stofnunina og fleiri vísindamenn, þar sem hann telur, að fiskveiðar, en ekki sjúkdómar, hafi spillt kóralrifum á undanförnum áratugum. Hann telur, að öll kóralrif heims séu dauðadæmd á fáum áratugum með sama áframhaldi. “Þetta er eins og að breyta regnskógi í golfvelli”, segir hann. Kóralrif eru mikilvæg í vistkerfinu, því að þau hafa falið í sér 25% af fjölbreytni tegundanna, þótt þau þeki aðeins 0,2% af hafinu. Á kóralsvæðum er hlutfall lifandi kóralla víða komið niður fyrir 5%. Á endanum verða bara marglittur og gerlar í hafinu, sagði Pandolfi í viðtali við San Francisco Chronicle.