Birting tölvupósta frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til forsætisráðuneytisins eyðir ágreiningi Jóhönnu Sigurðardóttur og Geirs Haarde. Það var sjóðurinn, sem tregðaðist við að losa leyndarhjúpinn um afstöðuna til frumvarpsins um Seðlabankann. Ráðuneytið bað um, að leynd yrði aflétt og fékk því framgengt. Í gærkveldi birti ráðuneytið tölvubréfin, sem eyða efa í málinu. Geir fór með rangt mál og einnig Birgir Ármannsson. Þeir hafa ekki beðist afsökunar og munu ekki gera það, því að það er ekki þeirra stíll. Enginn þarf lengur að efast um orð Jóhönnu. Málið var kosninga-kínverji Sjálfstæðisflokksins.