Kosningabarátta bófaflokkanna er hafin. Hvor um sig er að framleiða sérstöðu, sem komi að gagni í næsta slag. D hristir hausinn yfir húsnæðisfrumvörpum B og B hristir hausinn yfir ákefð D í sölu Landsbankans. Dregur úr getu bófanna við að ná fram á alþingi margvíslegum skemmdum á samfélaginu. Líklega munu næstu fjárlög einkennast af, að dregið verði í land í ofsóknum á hendur þjóðinni. Á hendur Landspítala og Ríkisútvarpi, skólum og heilsugæzlustöðvum, elliheimilum og hjúkrunarheimilum. Bófar vilja þá sízt verða berir að þjónustu við þá allra ríkustu á kostnað þeirra fátækustu. Innra stríð bófaflokkanna er ánægjulegt.