Í kjarasamningunum var samið um hækkun lægstu launa í 300.000 á þremur árum. Að þeim liðnum verða þessar 300.000 krónur orðnar að 236.000 krónum á núverandi verði. Verðbólgan mun sjá til þess og atvinnurekendur stjórna henni. Því mun láglaunafólkið standa í stað næstu þrjú árin, það er allt og sumt. Óljós texti er í samningunum um væntanleg svik ríkisstjórnarinnar við loforð hennar. Þau geta hugsanlega leitt til ógildingar þessa kjarasamnings. Ég á eftir að sjá þá ógildingu. Altjend er ljóst, að þrælahaldið verður óbreytt hér á landi næstu árin. Líklega þarf stjórnin kosningar í haust, áður en þetta Undraland hrynur.