Kosningamálið er klárt

Punktar

Stjórnarskráin verður stærsta kosningamálið í vor. Ekki tókst að koma fram lögmætum þjóðarvilja. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn eru því andvígir. Ekki verður byggt á uppkastinu, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðinu í vetur. Bófaflokkarnir hafa til þess stuðning umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins í formennsku Samfylkingar. Kvislingurinn Árni Páll Árnason felldi skrána eins og raunar hefur lengi verið ljóst. Í kosningum þessa vors þarf þjóðin að hafna þremur stjórnmálaflokkum, Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni og Framsókn. Um nóg annað verður að velja eftir geðþótta sérhvers kjósanda.