Kosningar eru hænufet

Punktar

Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar reyndu í gær og nótt að ata Hörð Torfason auri. Margir þeirra héldu ranglega fram, að kosningar í maí uppfylltu kröfur andófsfólks. Eiríkur Bergmann Einarsson reið á vaðið. Samt er það allt annað mál, vanhæf ríkisstjórn, sem er meginmál andófsins. Fólk vill ríkisstjórnina burt og nokkra embættismenn. Ég er hættur að taka mark á Stefáni Friðrik Stefánssyni, Ólínu Þorvarðardóttur, Hafrúnu Kristjánsdóttur, Páli Vilhjálmssyni og fleirum. Þau skauta viljandi framhjá kjarna málsins eða hafa ekki kynnt sér málstað andófsins nógu vel. Kosningar eru bara hænufet.