Tvær kjallaragreinar eru í Guardian í dag um kosningarnar í Írak um helgina. Rory McCarthy skrifar frá Bagdað að Ajad Allawi, forsætisráðherra leppstjórnar Bandaríkjamanna, sé á fullu í kosningabaráttunni með stuðningi hernámsliðsins. Hann geti fengið meira fylgi en áður var talið. Jonathan Steele skrifar frá Barsa, að kosningarnar muni litlu máli skipta, enda er þegar farið að tala um að “leiðrétta” úrslitin eftir á. Aðalatriðið sé að losna við hernámsliðið til að reyna að fá frið í landinu. Borgarastríðið snúist að mestu um bandaríska herinn, stuðning og andstöðu við hann.