Frjálsar kosningar eru mikilvægur þáttur í lýðræðis, en ekki fullnægjandi þáttur. Víða eru kosningar meira eða minna frjálsar, þótt þar sé ekki lýðræði. Stærsta og frægasta dæmið um það er Rússland. Önnur ný dæmi eru Kenýa, þar sem kosningar voru nýlega, þótt ekki sé þar lýðræði. Ekki heldur í Zimbabve, sem oft hefur kosningar. Eini fullnægjandi þáttur lýðræðis er gegnsæi. Það er skipulag, sem gerir borgurum kleift að sjá gegnum kerfi. Slíkt gegnsæi er ekki í Rússlandi, Kenýa og Zimbabve. Það er ekki heldur á Íslandi, þar sem Persónuvernd og dómstólar ritskoða dóma fyrir birtingu.