Kosningar nægja ekki

Punktar

Í ljós kemur, að Íslendingar eiga erfitt með kjósa sig frá spillingunni. Eftir svínarí síðustu þriggja ára fær Sjálfstæðisflokkurinn þriðjung allra þingmanna. Er að mynda uppvakning ríkisstjórnar spillingar með því að skipta um hækjur. Því virðist vera langt að bíða endurræsingar landsins með nýju hugarfari og nýrri skiptingu þjóðartekna. Þjóðin er einfaldlega ekki undir það búin að ákveða sjálf örlög sín. Vill áfram fela þjálfuðum pólitíkusum að hafa vit fyrir sér. Þannig rýrna hinar miklu þjóðartekjur og hverfa í skattaskjól áður en allar koma til skiptanna. Það stafar einfaldlega af, að þjóðin treystir sér ekki til að stjórna.