Kosningar og Íslam

Punktar

Sjíta-múslimar sigurðu í kosningnunum í Írak og hafa meirihluta á þingi. Hezbolla er flokkur sjíta í Líbanon og verður stærsti flokkurinn í fyrirhuguðum kosningum í kjölfar brottflutnings sýrlenzka hersins. Hamas er sá flokkur, sem nýtur trausts í Palestínu, náði meirihluta í byggðakosningum í vetur og mun sennilega ná meirihluta í fyrirhuguðum þingkosningum. Þannig munu hörðustu óvinir Bandaríkjanna ná góðri útkomu í kosningum hjá múslimum á þessu ári, en stuðningsmenn Bandaríkjanna einkum verða við völd í alræmdum einræðisríkjum. Sjá grein Naomi Klein um þetta í Guardian.