Jæja, þá kom að því. Lokið þriðju skammtímastjórn bófaflokksins í röð og þeirri skammlífustu. Viðreisn neitar að láta Framsókn draga stjórnina að landi. Og of dýrkeypt verður að fá Pírata til að afgreiða öfgafjárlögin. Bófaflokkurinn er hreint eitur og drepur alla flokka í samstarfi. Flestir kjósendur eru andvígir skattafríðindum bófa og svelti heilsu og skóla. Því verða kosningar strax, sem þýðir í byrjun nóvember. Þær munu koma mörgum flokkum illa. Framsókn er klofin, Brynjar orðinn talsmaður bófaflokksins, Björt framtíð og Viðreisn í sárum eftir samstarf við bófana. Allir flokkar auralausir og þurfa að borga byggðakosningar í vor.