Kosningasvik eru útbreidd í Bandaríkjunum, einkum þar sem repúblikanar hafa völdin. Frægar eru kosningavélar, sem fara sínu fram. Þær eru framleiddar af Diebold, sem styður flokk repúblikana. Dæmi voru um, að kjósendur sögðust ekki hafa getað kosið Obama, því að vélin merkti jafnan við Romney. Fleiri vandamál skera í augu. Reynt er að fæla svertingja og fátæklinga frá, með efasemdum um gildi skilríkja. Og ekki síður með löngum biðröðum á kjörstöðum í hverfum slíkra. Ótrúlegast við svindlið er, að við fréttum helzt af því úr brezkum fjölmiðlum, síður bandarískum. Vestanhafs taka þeir þátt í afneitun.