Kosningavíxlar kvenna

Punktar

Tvær miðaldra konur í hópi ráðherra þjösnast við að gefa út innistæðulausa kosningavíxla á kostnað væntanlegra skattgreiðenda. Siv Friðleifsdóttir, hefur gefið út slíka víxla upp á 837 milljónir króna. Og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur gefið út slíka víxla upp á 628 milljónir. Stjórnlaus víxlaúgáfa síðustu vikur fyrir kosningar tíðkuðust í gamla daga, en núna aðeins hjá sárafáum ráðherrum, þeim ósvífnustu auðvitað. Þriðji ráðherrann, miðaldra trommuleikari, komst upp í 450 milljónir af innistæðulausum kosningavíxlum. Svona rugl á að banna með lögum í 90 daga fyrir kosningar.