Kostnaðar- eða markaðsverð

Punktar

Þreytist ekki á furða mig á greinum, sem birtast í dagblöðum, sneisafullar af þoku. Sú nýjasta er eftir Pétur Blöndal, forstjóra samtaka álvera. Hann telur álvinnslu góða, ef hún fjármagnar virkjanir. Það er rangt. Álvinnsla er ekki góð fyrr en hún borgar sama verð og álver borga erlendis. Hér á nefnilega að ríkja markaðshagkerfi, þótt kommúnistaflokkarnir D&B séu við völd. Verð á ekki að miða við kostnað, heldur við markað. Orkuverð til álvera hér kallast því réttilega tombóluverð. Þar vantar inn alla hugsun um auðlindarentu, eins og raunar líka í sjávarútvegi. Álgreifar og kvótagreifar eru ómagar á þjóðinni.