Kostur og löstur uppboða

Punktar

Uppboð á aflaheimildum hefur þann meginkost, að ekki þarf að rífast um upphæð auðlindarentu. Allir hafa sína eigin skoðun á því. En uppboðin sýna verðgildi auðlindarinnar án alls rifrildis. En þá þarf líka að gæta að hliðarverkunum, sem reynslan sýnir geta spillt markaðslögmálinu. Bjóða þarf kvótann út í nógu litlum einingum, svo að sem flestir geti boðið. Sjávarpláss, bátaeigendur og sjómenn geti þannig náð sér í kvóta. Allar handfæraveiðar verði frjálsar. Bjóða þarf kvótann út fjölþjóðlega til að hindra hefðbundin samráð innlendra bófa um sýndartilboð. Og allur afli verður að fara á galopinn fiskmarkað innanlands.