Kotrosknir lífeyrissjóðir

Punktar

Gaman er að auglýsingu lífeyrissjóðanna um, að þeir hafi ekki tapað nema svo og svo miklu af lífeyri landsmanna, frá 3% á ári og upp úr. Á sama tíma og þeir tapa sparifé landsmanna, geta menn fengið 6-7% raunvexti á ári í hvaða banka sem er, það er að segja 6-7% vexti ofan á verðbólguna. Lengi var talið heimskulegt að eiga fé í banka, en fjármálasnilld lífeyrissjóðanna á síðustu árum hefur leitt til, að skárra er að eiga fé í banka en lífeyrissjóði. Venjulegir bankareikningar ávaxta fé þitt um lága en örugga prósentu, en lífeyrissjóðir sólunda sparifé þínu.