Heimiliskötturinn er gráðugur í fisk. En snertir ekki við eldisfiski. Er svo móðgaður, að hann fer út. Kötturinn hefur vit á mat og er matvandur. Hann veit, að eldisfiskur er lakari en ekta fiskur. Fleiri eru sama sinnis, því að eldisfiskur er ódýrari en ekta fiskur. Eldislax kostar þriðjung af verði á ekta laxi. Sama verður uppi á teningnum í eldisþorski. Hann verður miklu ódýrari en náttúrulegur þorskur. Þetta ættu þeir að athuga, sem láta sig dreyma um glæsta framtíð og útrás í eldisþorski. Geta ekki reiknað með að fá sama verð fyrir gerviþorsk og fyrir ekta þorsk. Kettirnir passa það.