Krabbamein í samfélaginu

Punktar

Bankarnir selja gjaldþrota fyrirtæki fyrir luktum dyrum, svo sem Vífilfell, Toyota og Slippfélagið. Í flestum tilvikum til að þjónusta hagsmuni fyrrum eigenda, sem settu þau á hausinn. Selja líka íbúðarhúsnæði fyrir luktum dyrum. Sölur ættu að vera fyrir opnum tjöldum. Bankarnir halda gjaldþrota fyrirtækjum gangandi og gera samkeppnisfyrirtækjum lífið leitt. Vinnur gegn þjóðarhagsmunum. Bankarnir aðstoða gjaldþrota fyrirtæki við að skipta um kennitölur og skilja skuldir eftir. Þeir veita almenningi ekki sömu þjónustu. Nýju bankarnir og bankastjórarnir eru krabbamein í samfélaginu.