Krabbameinið í landinu

Punktar

Íslenzku bankarnir þrír eru allir glæpastofnanir. Forstjórar þeirra ættu að vera landrækir og aldrei fá að koma aftur. Þeir hafa verið á laxveiðum og fylleríi og greitt sér óskiljanleg ofurlaun. Inn á milli hafa þeir efnt til stórkostlegra skulda erlendis, sem þeir geta ekki staðið við. Af því stafar öll kreppan á Íslandi. Hún stafar af bönkunum og einkum af bankastjórunum. Samt hefur löggan ekki kallað í þá og þeir hafa ekki sagt af sér. Þar á ofan reyna þeir að yfirfæra rugl sitt á ungt viðskiptafólk. Svíkja við það gamla samninga, heimta ný veð á gömul lán. Þeir eru krabbameinið í landinu.