Kraftaverk í Evrópu

Punktar

Ótrúlegt er, hversu vel Evrópusambandinu gengur að sameina Evrópu, þótt mikill tími fari í þjark og þras. Því hefur tekizt að opna landamæri milli aðildarríkjanna, koma upp sameiginlegum seðlabanka og sameiginlegri mynt. Nú virðist enn eitt kraftaverkið vera í uppsiglingu. Fréttir í morgun hermdu, að stjórnarskrárnefnd sambandsins hefði í gær óvænt náð siglingu í átt til samkomulags um nýja stjórnarskrá. Uppkastið felur meðal annars í sér þing í tveimur deildum, forsætisráðherra og forseta Evrópusambandsins. Einnig felur þar í sér ákveðin þrepahlaup milli ákvarðana, sem þurfa 80% fylgi aðildarríkjanna og þeirra, sem þurfa 60% fylgi þeirra. Thomas Fuller segir frá nýju tillögunum í International Herald Tribune.